Gerðu það! Búðu til sumarsýningu“ sagði Steinunn og glotti. Hún hafði
eitthvað alveg sérstakt lag á Hildigunni, sem þurfti ekki að hugsa sig um.
Hildigunnur þráði að prufukeyra heimagert kerfið og reyna það á fyrrum
nemendum sínum. „Ókei“ muldraði hún spennt en örlítið kvíðin. 

Það gæti verið spennandi að takast á við sýningarstjórnina af ábyrgð,
velja af nærgætni saman unga og efnilega listamenn til samsýningar í litlu
en frábæru rými Harbinger en það yrði kannski í næsta lífi því Hildigunnur
hafði fundið upp krefjandi kerfi sem myndi varpa upp áleitnum spurningum
um samsýningarformið og höfundaverk:

1 + 1
tilnefndir  (þátttakendur og sýningastýra tilnefna 2 hver) :
2 og 2 og 2
valdir:
1 + 1 + 1
tilnefndir:
2 og 2 og 2 og 2
valdir:
1 + 1 + 1 + 1
tilnefndir:
2 og 2 og 2 og 2 og 2
valdir:
1 + 1 + 1 +1 + 1
tilnefndir:
2 og 2 og 2 og 2 og 2 og 2
valdir:
1 + 1 + 1 + 1 + 1 + 1

Samtals 20 listamenn sem öllum er frjást að bæta verkum við sýninguna og
eiga við þau verk sem á henni eru þegar röðin kemur að þeim. 

Með þessu kerfi hafði sýningarstýran takmarkað vald yfir vali á listamönnum
og mögulega yrði sýningin skelfileg fyrir vikið. Þá það hugsaði Hildigunnur
með yfirlætislegu æðruleysi. „Ég get líka alltaf átt við kosninganiðurstöðurnar?????
Það er allavega á hreinu að með öllum þessum þáttakendum verður gott Finissage.“

Til baka