Þar sem hún stóð bakveik í Bónus með tvo fáránlega þunga poka (nasl og sóda fyrir næstsíðustu opnunina) áttaði Hildigunnur sig á því að hún var algjörlega valdlaust peð í þessari veröld. Bullandi meðvirk lítil manneskja sem hafði í passívagressívum tón afþakkað alla hjálp við að bera vörurnar aftur í galleríið, á meðan sýnendur tóku mikilvægar listrænar ákvarðanir.        Arte viva arte!